419 - Heyr, nú kallar

Heyr, nú kallar Herrann Jesús:
"Hver vill fara' og vinna mér?
Akrar hvítir allir standa
uppskeran í hönd því fer."
Indæl laun hann öllum býður,
og hann kallar nú á þig.
Hver vill glaður honum svara:
"Hér em eg, send mig, send mig."

Yfir höf ef ei þú getur
út í heiðin farið lönd,
nóga heiðni' er nær að finna,
nábúunum réttu hönd.
Stórt ef ei þú gefið getur,
gef, sem ekkjan forðum, smátt,
verkið minnsta' er vinnurðu' honum,
virðir Jesús dýrt og hátt.

Þótt ei talir eins og englar
eða Páll á fyrri tíð,
orð þín lýst fá elsku Jesú,
er hann dó fyr' sekan lýð.
Ef með dunum dómsins hörðum
dauðans þræl ei skelft þú fær,
litlu börnin leitt þú getur
líknarfaðmi Jesú nær.

Engan lát þú af þér heyra:
,,Ekkert verk er handa mér".
Meðan sálir deyja dýrar,
Drottinn kallar eftir þér.
Að því starfi gakk með gleði,
Guð sem leggur fyrir þig.
Herm þú skjótt, er Herrann kallar:
"Hér em ég, send mig, send mig."


Höfundur lags: F. E. Belden
Höfundur texta: Lárus Halldórsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila