33 - Ég leita þín í ljóssins veldi

Ég leita þín í ljóssins veldi.
Hvert lítið skar og sólar bál
Er log frá þínum ástareldi,
Sem öllu gefur líf og sál.

Ég leita þín,er ljómar dagur,
Þá lýsir blessuð ásýnd þín,
og þá er himinn og heimur fagur,
er himneskt ljós á veg minn skín.

Ég leita þín, ó, lífið sanna.
Ég leita þín í hvers manns sál,
Í hverri dyggð og drengskap mana,
Og dáð, sem túlkar friðarmál.

Ég leita þín í leynd míns hjarta,
við liðinn dag, er förlast sýn.
Í kvöldsins yndi og brosi bjarta
mér birtist heilög verund þín.

Ég leita þín í blænum blíða,
Í barnsins leik og hreinu sál,
Í hverri dyggð og drengskap hlíða
Og himindagga gullnu skál.

Ég leita þín í lífi blóma,
hið ljósa sumar, vor og haust.
Við tónaundur þess helgu hljóma,
ég heyri þína mildu raust.

Ég leita, bíð og bið og vaki,
í bæn ég öðlast kraft frá þér.
Í hlýju vinar handartaki
þitt hjarta finn ég orna mér.

Ég leita styrks í ljósi þínu.
Ég leita'og finn þar athvarf mitt,
og fagna, Drottinn minn,
frelsi mínu og finn, að ég er barnið þitt.


Höfundur lags: C. H. Morris
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila