399 - Fræ í frosti sefur

Fræ í frosti sefur,
fönnin ei grandar því.
Drottins vald á vori
vekur það upp á ný.
Elska hans gefur
öllu líf og skjól.
Guðs míns kærleiks kraftur,
kom þú og ver mín sól.

Drottinn dó á krossi,
dæmdur og grafinn var,
sonur Guðs, er saklaus
syndir heimsins bar.
Móti hans elsku
magnlaus dauðinn er.
Kristur, með þinn kærleik
kom þú og hjá oss ver.

Hann var hveitikornið,
heilagt lífsins sáð,
sem til vor að veita
vöxt í ást og náð.
Himnanna ljómi
lýsir gröf hans frá.
Kristur, lát þinn kærleik
kveikja þitt líf oss hjá.

Stundum verður vetur
veröld hjartans í.
Láttu fræ þín lifa,
ljóssins Guð, í því.
Gef oss þitt sumar
sólu þinni frá.
Kristur, kom og sigra,
kom þú og ver oss hjá.


Höfundur lags: Frakkneskt lag, M. Shaw radds.
Höfundur texta: Sigurbjörn Einarsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila