388 - Ég vil hafa Drottin

Ég vil hafa Drottin hjá mér,
því ég hræðist einn á braut,
Ég vil kenna kæra návist,
Þá ég kvíði´ei lífsins þraut.

Sjá, nú ekkert óttast ég,
því hann leiðir lífs um veg.
Ég í fótspor hans vil fylgja,
í hans fótspor dásamleg.


Ég vil hafa Drottin hjá mér,
því mín trú er völt og veik,
og hann einn má orð þau tala,
sem mitt hindra hugar reik.

Ég vil hafa Drottin hjá mér,
mína hjálp á ævi leið,
hvort sem skúra skuggar grúfa
skín mér sólin heið.

Ég vil hafa Drottin hjá mér
fram á hinstu ævi stund,
og hann svali sálu minni,
Þegar sofna‘ eg dauðans blund.


Höfundur lags: J. R. Sweeney
Höfundur texta: Jakob Jóh. Smári

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila