387 - Ég veit, að lifir lausnarinn

Ég veit að ljúfur lifir minn lausnari svo kær
og þjónn hans vil ég vera, hann vernd mér sífellt ljær.
Hans náðarhönd mig huggar, er harmur brjóst mitt slær
og þegar kvöl að kreppir, hann kemur nær.

Ég veit, ég veit, að lifir lausnarinn.
Ég finn hans nálægð, hlýt hans hjálp,
er hallast vegur minn.
Ég veit, ég veit, að lifir lífgjafinn,
því röddu hans í hjarta mér ég heyri bæði‘ og finn.


Ég aldrei þarf að óttast, hans umhyggja mig ber
í stormum lífsins ströngum mig stöðuglega ver.
Hann lifir, öruggt leiðir og líf mitt fegurð á
og loks hans dýrðarljóma ég líta má.

Þess von er vill hans leita. Ó, vinur leitar þú?
Hann hjálpar þeim, er þreyir í þolgæði og trú.
Já, kóngur vor er Kristur, hann hverja leysir þröng,
því gleðjumst, látum gjalla vorn gleðisöng.


Höfundur lags: A. H. Ackley
Höfundur texta: Björk 1.-3. vers, Elínborg Guðmundsdóttir kór

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila