377 - Vér stöndum á bjargi

Vér stöndum á bjargi, sem bifast ei má,
hinn blessaði frelsari lifir oss hjá.
Hans orð eru líf vort og athvarf í neyð,
hans ást er vor kraftur í lífi og í deyð.
Hans ást er vor kraftur í lífi og í deyð.

Þótt himinninn farist og hrynji vor storð
og hrapi hver stjarna, þá varir hans orð.
Þótt eygló hver slokkni við aldannna hrun,
hans eilífa loforð ei bregðast þó mun.
Hans eilífa loforð ei bregðast þó mun.

Hann sagði: Minn þjónn verður þar, sem ég er,
og þeir, sem mig elska, fá vegsemd hjá mér.
Ég lifi' æ, og þér munuð lifa, og sá,
sem lifir og trúir, skal dauðann ei sjá.
Sem lifir og trúir, skal dauðann ei sjá.

Vér treystum þeim orðum og trúum þig á,
með titrandi hjörtum þig væntum að sjá,
þú, frelsarinn ástkæri, föðurins son
vér fylgjum þér glaðir, vor lifandi von,
vér fylgjum þér glaðir, vor lifandi von.


Höfundur lags: J. F. Wade, Cantus Diversi 1751
Höfundur texta: Friðrik Friðriksson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila