375 - Ó, Drottinn minn, stattu

Ó, Drottinn minn, stattu við stýrið hjá mér
og stjórnaðu fleyinu mínu,
því alls staðar bíða mín boðar og sker
og beljandi stormur og náttmyrkra her
mér ógnar með aflinu sínu.

En ef þú ert hjá mér, ég óttast ei neitt
og ekkert þá sakað mig getur,
því bylgjurnar stillast við orðið þitt eitt
og óðara hryggðin í gleði er breytt.
Þú ljós þitt á leið mína setur.

Því villist ég aldrei, þótt vönd sé mín leið,
fyrst vinur minn stjórnina hefur.
Þú bægir frá sérhverju böli og neyð,
ó, blessaði Herra' yfir lífi og deyð.
Að sigra mér sjálfum þú gefur.

Þú flytur mig loksins til lífshafnar inn
í ljósanna heimkynnið bjarta,
og ekkert þá skyggir á unaðinn minn,
þar útvaldir syngja um kærleikann þinn
og réttlætis skrúðanum skarta.


Höfundur lags: A. P. Berggreen
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila