367 - Heldur festin þín?

Heldur festin þín, þegar svellur sær,
þegar sólin dvín, þegar voðinn slær,
þegar feigðarraust yfir fley þitt hvín
er þín festi traust þegar dauðinn gín?

Festin er góð þó að harðni hríð,
henni vér treystum á hverri tíð,
akkerið er á bjargi byggt,
bjargið, vor Jesús, stendur tryggt.


Heldur festin þín, muntu' ei hræðast hót,
þegar helið hvín undir bjargsins rót,
þegar skaflinn rís, þegar fyllist fley,
og þín feigð er vís, muntu' hræðast ei?

Hvar er hjartans traust, þegar banans brim,
hefur brotið flaust og þess hverja rim?
Meðan festin heldur, þú hjálpast þó,
þó að hamist eldur með storm og sjó.

Heldur festin enn, þegar leiftrar ljós,
er lífið rennur við dauðans ós?
Hvar er hlífðarskjól, þegar hverfa lönd,
mun þér hlæja sól, við Guðs friðarströnd?


Höfundur lags: W. J. Kirkpatrick
Höfundur texta: Matthías Jochumsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila