27 - Þú, Guð, ert mikill

Þú, Guð, ert mikill. Mergðin engla sveita
þitt miklar nafn, Þér himnar lotning veita,
þín guðdómstign er hærri allri hæð.
Þinn mátt og hátign vottar vorið blíða
og vetrar hret og dögg og haglið stríða
og skruggan skæð.

Þú góður ert, þín ást sér aldrei breytir,
sem engli hæstum manninum þú beitir,
já, maðki hverjum það, er þarf hann með.
Hvert vor og sumar vottar elsku þína,
og vetrar frost og byljir einnig sýna
þitt gæskugeð.

Hví skyldi þá mitt skelfast hjartað veika?
Hví skyldi' eg þá af kvíða beygður reika?
Þín gæska, Drottinn, aldrei, aldrei dvín.
Þótt vötn og eldur veröld hart um spenni,
í von og trú ég augum mínum renni,
Guð, þó til þín.

Já, grafar ógn skal ei né dauðans skuggar
mér ótta fá, því náðin Krists mig huggar,
að kveðja veröld veldur mér ei hryggð.
Ég hugrór dey, og dómi kvíði’ eg ekki,
því dómarann, minn besta vin, ég þekki.
Hans treysti' eg tryggð.


Höfundur lags: J. P. E. Hartmann
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila