347 - Herra, ég vil þjóna þér

Herra, ég vil þjóna þér,
þú veist best, hvað hentar mér.
Öll mín geta orkar skammt,
eitthvað vil ég gera samt.
Ef mig brestur þrek og þor,
þú mig leiðir sérhvert spor.
Herra, ég vil þjóna þér,
Þú veit best, hvað hentar mér.

Kenn mér bernsku árum á
orða þinna ljós að sjá,
þekkja veg og vilja þinn‚
vegsama þig, Drottinn minn.
Höndurnar og hjartað er
helgað, kæri Jesús, þér.
Herra, ég vil þjóna þér,
Þú veit best, hvað hentar mér.

Alla vildi´ég geta glatt.
Gef mér þrek að tala satt,
gera það, sem göfugt er,
gæta jafnan vel að mér,
og að sérhvert áform mitt
efli friðarríki þitt.
Herra, ég vil þjóna þér,
Þú veit best, hvað hentar mér.


Höfundur lags: J. H. Fillmore
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila