345 - Ég vil þér fús og feginn

Ég vil þér fús og feginn hlýða,
Þú faðir Guð og Drottinn minn,
ég vil með kappi starfa' og stríða
og stunda af alúð vilja þinn.
Eg gjöra vil, hvað þóknast þér
og þola hvað þú býður mér.

Hin bjarta sól um loftið líður
og ljósar stjörnur sína braut,
hin kyrra lind og straumur stríður
það stefnir allt í hafsins skaut.
Fyrst náttúran þér hlýðir há,
hví hlýða skyldi‘ ei barnið þá?

Það stoðar ei þitt orð að þylja
og á þig kalla' að hjálpa sér.
Ég þarf að gjöra, Guð, þinn vilja,
svo geðþekkt barn ég verði þér.
Ef ég að þínum vilja vinn,
þú vinur ert og faðir minn.


Höfundur lags: Salómon Heiðar
Höfundur texta: Valdimar Briem

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila