26 - Þín minning, Jesús

Þín minning, Jesús, mjög sæt er,
sú minning hjörtum fögnuð lér,
en að þú sjálfur ert oss hjá
en unun hæst, er veitast má.

Ei heyrist fegra' í heimi mál,
ei hugsað æðra getur sál,
og engan söng að eyra ber,
sem unaðslegri' en nafn þitt er.

Þú, Jesús, lífsins lindin best,
þú ljós og yndi sálna mest,
þú betra hverri býður þrá,
já, betra' en allt, sem hugsast má.

Ei orð finnst það, er því fær lýst,
um það fær tunga borið síst,
hvað, Jesús, þig að elska er,
það einn veit sá, er lifir þér.

Það vottar best þín kvöl á kross,
er keypti friðinn sekum oss,
og blóðið þínum benjum frá,
er býr oss von þess, Guð að sjá.

Þú líknardjúp, Guðs ljúfi son,
vort líf, vort traust og sælu von,
minn anda hrífi elskan þín:
Þú, æðstur Herra, vitjar mín.

Ég fylgi, Jesús, þangað þér,
ei þig fær skilið neitt frá mér,
þú hefur tekið hjartað mitt,
það hjá þér dvelur og er þitt.

Þig lofar allur himins her
og helga vegsemd greiðir þér.
Þú, gleðin heims, þú gafst oss frið
vorn Guð og föður sjálfan við.


Höfundur lags: Þýskt lag
Höfundur texta: Stefán Thorarensen, Helgi Hálfdánarson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila