335 - Dvel hjá mér, Guð

Dvel hjá mér, Guð, því dimma tekur ótt,
dvel hjá mér, Herra, bráðum kemur nótt.
Nær sérhver aðstoð bregst í heimi hér,
ó, herra Jesús, vertu þá hjá mér.

Fölnar hver rós, er fegrar nú vor spor,
flöktandi skuggi hér er ævi vor.
Ó, hversu allt er undur hverfullt hér,
dvel, óumbreytanlegi Guð, hjá mér.

Hjarta mitt fyllir fró þín nálægð hrein,
freistingavaldið sigrar náð þín ein.
Þú gegnum skin og skúr mig leiðir hér,
og skjól mér veitir, Herra, dvel hjá mér.

Nær þú ert hjá mér, hverfur sorgin sár,
að svalalind þá verða öll mín tár.
Hvar er þinn sigur, gröf? - Úr helju hér
mig heimtir þú, minn Guð, ó, dvel hjá mér.

Skín gegnum myrkrið, Kristur, krossinn þinn,
kært mér hann bendir upp í himininn.
Skuggarnir hverfa, ljósið ljóma fer.
Í lífi' og dauða, Herra, dvel hjá mér.


Höfundur lags: W. H. Monk
Höfundur texta: Sigurbjörn Sveinsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila