328 - Að hug í hæð ég snúi

Að hug í hæð ég snúi,
á hégómann ei trúi,
ó, Guð, minn, gef þú mér,
og leið mig lífs á vegi,
að líkjast barni' ég megi
með einfalt geð, sem þóknast þér.

Kalt andar aftan svali,
á augun sígur dvali,
send faðir, friðinn þinn.
Mér værðar veit að njóta,
en værð einnig hljóta,
Ó, Guð, hinn sjúka granna minn.


Höfundur lags: H. Isaak
Höfundur texta: Steingrímur Thorsteinsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila