318 - Ó, blessuð sértu bænarstund!

Ó, blessuð sértu, bænarstund,
mér býður þú á Jesú fund
með hvað eitt, sem mér amar að,
því einn hann veit og skilur það,
þá hryggð í hjarta bjó,
frá honum fékk ég kraft og fró.
Já, ávallt gefst mér gull í mund
frá Guði' á helgri bænarstund.

Ó, blessuð sértu, bænarstund,
þú ber í hæð, á Jesú fund,
mín andvörp þung, og skært þá skín
Guðs skæra náð á tárin mín,
hann býður mér að byggja traust
á blíðri Jesú hirðisraust.
Ó, Jesú, þín með ljúfri lund
ég leita vil á bænarstund.

Ó, blessuð sértu, bænarstund.
Mitt blessa náðartímans pund,
uns lífsins göngu lokið er
og ljóssins ríki opnast mér.
En grafar stiginn geimi frá,
minn Guð ég lofa himnum á.
Með sigurpálma mér í mund
Þá minnist ég þín, bænarstund.


Höfundur lags: W. B. Bradbury
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila