303 - Eilífur faðir

Eilífur faði'r er líf oss ljær.
Þér lýtur friðlaus ólgu sær.
Þú hnepptir öll þau ægidjúp
í afmarkaðan, settan hjúp.
Ó, heyr. Vér hrópum fyrir þá,
er heyja stríðið sjónum á.

Ó, frelsari með alvalds orð,
Þér öldu'r og vindar lutu' á storð,
sem gekkst hið æðsta öldurót
og áttir friðsæl drauma hót.
Ó, heyr. Vér hrópum fyrir þá,
er heyja stríðið sjónum á.

Ó, helgi andi', er áður sveifst
og óskapnaðinn til þín hreifst
og villtum hroða vannst ei grið,
en veitir ljós og líf og frið.
Ó, heyr. Vér hrópum fyrir þá,
er heyja stríðið sjónum á.


Höfundur lags: J. B. Dykes
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila