301 - Það er sól í sálu minni' í dag

Það er sól í sálu minni' í dag,
sólardýrð um veldin blá
og hún lýsir alla himna hátt,
því hún er Drottni frá.

Það er sólskin, blessað sólskin
sól á friðar, hamingunnar tíð.
Þegar Kristur birtist sálarsjónum manns,
sólin endurgeislar blíð.


Það er sól í sálu minni' í dag,
söngvalof um frelsarann,
sem hann greinir einn og allra best
og orð ei túlka kann.

Vorið syngur sála mín í dag,
sigur lífs, er vakna' af blund
gróður mögn og færa fagur skrúð
um fjöll og dal og grund.

Fögnuð syngur sála mín í dag,
um lofgjörð, ást og von,
þakkar allt, sem nýt og njóta mun
af náð fyr' Krist, Guðs son.


Höfundur lags: J. R. Sweney
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila