299 - Minni sál vegnar vel

Þá friðurinn streymir sem ljúfasta lind,
þó ljósti mig sorgir sem hel,
hvert hlutskiptið verður,
ég syng þennan söng:
Minni sál, minni sál vegnar vel.
Minni sál vegnar vel.
Minni sál, minni sál vegnar vel

Ó, synd mín var goldin á Golgata kross,
var goldin að fullu og vel,
því fagnar minn andi
og syngur þann söng:
Minni sál, minni sál vegnar vel.
Minni sál vegnar vel.
Minni sál, minni sál vegnar vel.

Kom, dagur, þá trú verður sögurík sjón,
um sindrandi eilífðar hvel,
og lúðurinn hljómar,
ég syng þennan söng:
Minni sál, minni sál vegnar vel.
Minni sál vegnar vel.
Minni sál, minni sál vegnar vel.


Höfundur lags: P. P. Bliss
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila