294 - Frelsari minn, frið oss veittu

Frelsari minn, frið oss veittu
fyrr en dauðinn lokar brá,
játning, iðrun af oss þiggðu,
endurlausn oss veit að sjá.

Myrk þó ótta um oss lyki,
ekkert sortinn byrgir þér,
stöðugt sem oss elskar,
annast, allar vorar þarfir sér.

Þó að eyðing um oss hringi,
örvar títt oss fljúgi hjá,
verndar englar um oss kringi,
öryggi þú býrð oss þá.

Skyldi' oss dauðans kallið krefja
kaldan yfir grafar ós,
lífsins morgun lát oss hefja
ljóss og dýrðar þinnar rós


Höfundur lags: G. C. Stebbins
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila