289 - Nær leiðin endar

Nær leiðin endar löng og ströng
og lífsins þráður slitnar minn,
á vængjum ljóss, með sigursöng,
ég svíf til Guðs í himininn.

Ég mun hans auglit sólbjart sjá,
og sæll minn Guð ég lofa þá.
Ég mun hans auglit sólbjart sjá,
og sæll minn Guð ég lofa þá.


Ég veit mín tjaldbúð fellur fljótt,
hve fljótt það enn er hulið mér,
en eitt ég veit, ég öðlast skjótt
mun eilift hús, hvar Jesús er.

Og nær í vestri signuð sól
í sjávardjúpið hnígur björt
þá kem ég nær Guðs náðarstól,
í náð hann segir: kom, vel gjört.

Nær tímaglasið tæmt er mitt,
mér til sín býður Jesús heim
í dýrðarríki sólbjart sitt,
í sælan engla himingeim.


Höfundur lags: G. C. Stebbins
Höfundur texta: Þýð. ókunnur

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila