282 - Þá kvöldmálstími kominn var

Þá kvöldmálstími kominn var,
með Kristi' að borði settust þar
hans sveinar tólf. Hann talar þá,
en tregi' og sorg á hjarta lá:

„Af hjarta þráði' eg þessa tíð,
að þetta eti' ég, fyr en líð,
með yður lamb, því ekki má
þess oftar neyta jörðu á.“

Hann kaleik tók og talar þá:
„Hann takið, börn, og dreypið á,
því vínberslög í heimi hér
ei héðan frá að munni' ég ber.

Og ekki fyrr en föður hjá
ég fæ hann nýjan himnum á.“
Þá tók hann brauð og braut í verð
og blessar það með þakkargerð.

Og segir: „Takið hold mitt hér,,
sem heiminn fyrir gefið er,
og etið það í minning mín,
um mannsins sonar fórn og pín.“

Og kvöldverð eftir endaðan
þeim aftur kaleik réttir hann
og mælir: „Bræður, bergið þér,
mitt blóð hér yður gefið er“

Til syndalausnar yður er
Það öllum gefið, svo að þér
svo minnist oft á Drottins deyð,
sem drekkið það um lífsins skeið.

Þitt hold og blóðið, Herra minn,
mig hefur lífgað, þrælinn þinn.
Gef, Jesús, líf mitt þroskist því,
að þín ég verði skepna ný.


Höfundur lags: Þýskt lag
Höfundur texta: Einar Sigurðsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila