272 - Þann signaða dag

Þann signaða dag vér sjáum enn
með sólunni' af djúpi rísa.
Oss alla það veki, auma menn,
að oss virðist Drottinn lýsa.
Því lýsi vor verk oss, ljóssins börn,
að lengur ei myrkrin hýsa.

Þá signuðu stund, þá sælu nátt,
er sonur Guðs blíður fæddist,
þá ljómaði' af degi' í austur átt
og ógurlegt myrkrið hræddist,
og ljúflega breiddist ljós um heim,
allt lífið að nýju glæddist.

Þó strá hvert á jörðu' og lilja' í lund
og lauf fengi röddu skæra
og allt vildi Guði alla stund með
englunum lofsöng færa,
sú vegsemdin yrði döpu'r og dauf mót
dýrðinni ljóssins skæra.

Af gröfinni rís með gull í mund
hinn glóandi morgunblómi,
með kórónu gullna kvöldsins stund
loks kemur í góðu tómi,
þá leikur svo dátt á brá með blund
hinn blessaði aftanljómi.

Til föðurlands vors svo förum heim,
Þar framar ei rennur dagur.
Borg lifanda Guðs í löndum þeim
og ljóminn svo undra fagur
oss tekur þá við, - þar endar ei
vor indæli sæluhagur.


Höfundur lags: C. E. F. Weyse
Höfundur texta: Stefán Thorarensen

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila