271 - Ó, blessaða, helga hvíldarstund

Ó, blessaða, helga hvíldarstund,
sem helgaði Drottinn forðum,
þá blessaði´ hann Edens liljulund
með lífgandi kærleiksorðum.
Sú stundin er heilög eflaust enn,
því orð hans ei ganga' úr skorðum.

Ó, blessaða, helga hvíldarstund,
með háveldi árdagsljóma
þú bendir á þráðan friðarfund
og fullþroska vonarblóma,
er eilífðarríkið opnast bjart
og útvaldra raddir hljóma.

Ó, blessaða, helga hvíldarstund,
þá horfinn er allur kvíði,
og kallar þá heim með ljúfri Iund,
vor lausnari náðarblíði,
í lifenda sal, sem lifðu' i trú
en lúðust í ævistríði.

Ó, Drottinn minn, láttu ljósið þitt
oss lýsa á ævivegi.
og myrkviðra kaldar stundir stytt,
og styð oss, svo föllum eigi,
uns eilífðar stígur ársól skær
með eilífum hvíldardegi.


Höfundur lags: C. E. F. Weyse
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila