270 - Hvíldardagsins helgu hljómar

Hvíldardagisins helgu hljómar
heimi flytja kærleiksmál.
Frá þeim jafnan endurómar
elska Guðs á þreyttri sál.
Líkn hann býður lúnu hjarta,
ljúft að þiggja boðið hans.
Líta frelsisljósið bjarta,
laugast geislum kærleikans.

Hvíldardagur, minnismerki
máttar Guðs vorn ævidag,
megir þú í vitund, verki
vera fagurt trúarlag.
Vefja geislum hug og hjarta,
hræra strengjum andans við,
láta kærleikslogann bjarta
lýsa oss á hærra svið.

Hvíldardagur, gleðigjafi,
Guði helguð stund þín hver,
bendir oss af heimsins hafi
heim, hvar birta Drottins er.
Heim að ströndu lífsins linda,
ljóss þar perlan dýrust skín.
Heim frá vegi sorga, synda,
sólbjört náð þar aldrei dvín.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Björk

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila