267 - Hvíldardags fagra

Hvíldardags fagra friðarstund,
frelsarinn sanni, bljúg í lund
vegsemd þér færum, Herra hár,
hjartnanna öll sem græðir sár.

Skapari alls, sem auga leit,
öll sé þér tilreidd lofgjörð heit,
lát hjörtun blíðust bænamál
bera til þín af allri sál.

Nýjan himinn og nýja jörð
ný endurfædd Guðsbarna hjörð
aftur skal fá í unaðsgeim
eilífan frið í bústað þeim.

Hver getur lýst þeim undraóm,
allra gullharpna söngvahljóm,
er Guðsbörn samstillt sigurlag
syngja um slíkan heiðursdag.

Jesús, þér lofgjörð hrein og há
hljómi sérhverri tungu frá.
Þinn kærleiksmátt af mildri lund
miklum á helgri hvíldarstund.


Höfundur lags: Frakkneskt lag
Höfundur texta: Elínborg Bjarnadóttir

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila