265 - Guð hvíldardags

Guðs hvíldardags með frjálsum friðarstundum
með fögnuði vér lesum Drottins orð.
Og þar vér skýrt í frásögninni fundum
Guð föður skapa himinn, sjó og storð.

Guðs hvíldardagur skýrt er minnismerki,
er meistarinn þá bauð og allt stóð þar.
Hans kærleiksgnótt nú vinnur enn að verki,
allt verður nýtt, er syndin afmyndar.

Guðs hvíldardag í Edenlundum ljúfum,
vér lífum hann sem gjöf til sérhvers manns.
Á nýrri jörð með hjartans bænum bljúgum,
Guð blessun veitir oss með komu hans.

Á hvíldardögum hvíldar Guðs vér njótum,
og hvíldin sú er líf í mannsins sál.
Sjá, vonin lýsir, viðja af oss brjótum,
til vor æ talar Drottinn friðarmál.

Guðs hvíldardag í heiðri skulum halda,
því hann er Jesú vafinn dýrð og náð.
Á honum syngjum vér um aldri alda
Guðs eilíft lof um Drottins hvíld og ráð.


Höfundur lags: F. Mendelssohn
Höfundur texta: Snorri Mikaelsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila