258 - Til himins upp vor liggur leið

Til himins upp vor liggur leið
í ljóssins fagrar hallir,
þar eftir lífsins skundað skeið
vér skulum hittast allir.

Hve ljúft að sjást í lífsins borg,
er liðin öll er þraut og sorg.
Þá von! þá von!
oss veittir þú, Guðs son.


Á himnum uppi engla her
um eilífð Drottin lofar.
Þar fögnuður og friður er
Guðs festing hárri ofar.

Til himins upp vor hjörtu þrá
frá heimsins synd og þrautum.
Um friðinn stjörnur fríðar spá
á fögrum ljóssins brautum.

Því af oss léttum allri synd
og áfram glaðir leitum,
oss svalar Jesú líknarlind
á lífsins dögum heitum.

Og þótt vér liggjum lágt í mold,
er lífsins dvínar kraftur,
á degi efsta dauðlegt hold
vor Drottinn vekur aftur.

Til himins upp þá hefjumst vér
um háar ljóssins brautir,
þar synd og dauði enginn er
og engin sorg né þrautir.

Þar munum vér um eilíf ár
með andans gleði skærri
þig lofa, Drottinn dýrðarhár,
þinn dagur oss er nærri.


Höfundur lags: S. J. Vail
Höfundur texta: Lárus Halldórsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila