256 - Vor hugur sé hafinn

Vor hugur sé hafinn frá jörð,
á himnum oss ættland er geymt,
þar fagnar hin frelsaða hjörð
það fyrra er horfið og gleymt.

Lífsins borg, lífsins borg
vor hugur sé heima í Guðs borg.
Lífsins borg, lífsins borg,
lífsins borg.
Vor hugur sé heima í Guðs borg.

Hve gott þar í Guðs bústað er
að gleðjast með útvöldum lýð,
allt lifandi lofsöng fram ber,
allt lífið er hamingju tíð.

Vor Frelsari farinn er heim,
hann fór til að búa oss stað,
og hrífa frá þrautunum þeim
sem þrengja hér mönnunum að.

Í dýrð sinni birtist hann brátt,
og bráðum hann tekur oss heim
í friðinn við frelsandi mátt,
hve fögnum vér deginum þeim!


Höfundur lags: C. E. O'Kane
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila