255 - Ó, ég hugsa svo oft um þá hamingjutíð

Ó, ég hugsa svo oft um þá hamingjutíð
og það heimkynni' er Guðs vinir þrá,
þegar úti er hérvistar stöðuga stríð,
mun ég stjörnur í krónuna fá?

Mun ég stjörnur í krónuna, krónuna fá,
þegar kallar mig lífgjafinn á?
Er hann hástólnum hjá lætur stjörnum út strá,
mun ég stjörnur í krónuna fá?


Til þess stjörnum mín kóróna klár verði sett
ég ei koma má einsamall heim,
ó, minn lausnari kenn mér að lifa hér rétt,
að af laununum missi' ég ei þeim.

Hversu sælt, ef að leitt ég fæ sálir til hans
og ég sjá má þær hástólnum nær,
slíkra lifandi gimsteina ljómandi glans
verður launin, sem meistarinn fær.


Höfundur lags: I. R. Sweney
Höfundur texta: Höf. ókunnur

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila