254 - Ó, blessuð stund

Ó, blessuð stund, þá bættur er vor hagur
og burt úr táradalnum flytjum vér,
er við oss brosir dýrðarinnar dagur,
sem dauðlegt auga nú í trúnni, sér,
þá endurkeyptur arfur nýr og fagur,
þeim útvöldu í hendur fenginn er.

Ó, blessuð stund, er lausnari vor leiðir
oss ljúfri mund, og við hann tölum þar.
Úr öllum jarðlífsgátum þá hann greiðir
og gefur hverri vandaspurning svar.
Hans gæska hinu "fyrra" öllu eyðir,
svo enginn minnist þess, sem hérna var.

Ó, blessuð stund, er höpustrengi hrærum,
og hefja lofsöng sérhver tunga fer.
Hjá meistaranum nýtt og nýtt vér lærum
og nýjar hæðir andinn jafnan sér,
er dveljum vér með Drottins vinum kærum
í Drottins nálægð, þar sem ljósið er.

Ó, blessuð stund, hvort mega menn þér lýsa,
hvort megnum nú að skynja þína stærð?
Er endurborna Eden sjáum rísa
og öll þá náttúran í lag er færð.
En gerum hina dýru vist oss vísa,
og vegsami Guðs kærleik sálin hrærð.


Höfundur lags: Salómon Heiðar
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila