252 - Ofar hverri sól

Þótt ég enga eigi
auðlegð hér á jörðu,
á ég hæst í hæðum
helga Drottins borg.
Þótt mér heimur hafni,
hæði' og einskis meti,
Drottinn frið mér færir
fjarri ógn og sorg.

Ofar hverri sól. Ofar hverri sól.
Ég fer síðar heim, ég fer síðar heim,
ofar hverri sól.
Ofar hverri sól, ofar hverri sól.
Ég fer síðar heim, já fer síðar heim
ofar hverri sól.


Hvort sem liggja leiðir
lífs um bjartar hallir,
eða dimma dali,
Drottinn er mitt skjól.
Þegar styttast stundir,
störfin öll að baki,
sanna auðinn erfi
ofar hverri sól.


Höfundur lags: E. Ponce
Höfundur texta: Reynir Guðsteinsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila