249 - Mitt óðal

Mitt óðal, ó, mitt óðal,
hið fagra frelsis láð,
þú allsnægtanna óðal,
sem allt mitt höndlar ráð.
Mín útþrá er mitt óðal,
hér angrast hjarta mitt.
Það er ei sorganna óðal,
Guðs arfleið syndum kvitt.
Það er ei sorganna óðal,
Guðs arfleið syndum kvitt.

Þú gistir, Guð mitt óðal
með glæstri englahjörð,
Þar á ei syndin óðal og
engin reynsla hörð.
Mitt unaðssöngva óðal,
sem ómar ljúft og milt.
Í anda’ ég sé mitt óðal
með augu tárum fyllt.
Í anda ég sé mitt óðal
með augu tárum fyllt.

Og englar við mitt óðal
mér opna bústaðinn.
Það ómar um mitt óðal:
“Hér ertu velkominn“
Mitt ástarkæra óðal
með alsæld friðar ranns.
Guð, opna’ mér fljótt mitt óðal,
af anda kærleikans.
Guð, opna mér fljótt mitt óðal,
af anda kærleikans.


Höfundur lags: G. C. Stebbins
Höfundur texta: Þýð. ókunnur

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila