243 - Handan við sólarlag

Handan við sólarlag sæll rís
morgunn og samvist eilíf með Kristi‘ á ný,
Þar öllu hérvistar böli bregður,
Þar birgir aldregi sólu ský.

Handan við sólarlag, sá mig leiðir,
er sjálfur frelsaði Drottins lýð.
Hans helgu návist og heimboð sanna
ég hefi eignast um alla tíð.

Handan við sólarlag, sælu fundir,
er saman ástvinir fögnuð tjá.
Ó, dýrðarmorgun á Drottins landi.
Kom dögun eilífðar, himnum frá.


Höfundur lags: B. K. Brock
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila