242 - Gegnum öræfi lífs

Gegnum öræfi lífs og eyðisand,
þó að örðug sé vegferðin mín,
eins og draumsjón mér birtist ljóssins land
þar sem ljómandi vorsólin skín.
Endar pilagrimsför í Paradís,
hann með pálma þar stendur í hönd,.
þar er ástvinum Drottins öllum vís
himnesk unun á sælunnar strönd.

Og í anda það land svo oft ég sé,
þar sem anga hin fegurstu blóm,
gegnum lífsstraumsins nið hjá lífsins tré
heyri lofsöngsins volduga hljóm.
Þeir, sem daglega þjóna Drottni hér,
munu dýrðlega kórónu fá,
er þeir upp hefja söng með engla her,
heilög alsæla gagntekur þá.

Þar í himnanna fögru, björtu borg
við hinn blikandi eilífðar sjó,
fjarri veraldar eymd og synd og sorg
lifir sál vor í eilífri ró.
Ei þar hnígur af auga angurtár,
Drottins auglit þar munum vér sjá,
þar sem ljósenglar Guðs um eilíf ár
sínar ómblíðu gullhörpur slá.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Sigurbjörn Sveinsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila