233 - Ó, hversu sæll er hópur sá

Ó, hversu sæll er hópur sá,
sem Herrann kannast við,
ef frelsara sinn æ hann á,
hann æ á nógan frið.
Í ást, í von, í trú og tryggð
hann trausta sér hér reisir byggð
og trú og von þótt vari skammt,
þá varir ástin samt.

En er ég, Drottinn, einn af þeim,
má eg þá kallast þinn?
Munt þú, er kemur, Herra, heim
mig hitta viðbúinn?
Ó, lát mig hvíld ei fyrri fá
en fengið hef ég vissu þá,
og fyrr en svara sér þú mig:
Þú sérð ég elska þig.

Og þótt, er gef ég þetta svar,
mér þrengi harmur sár,
þá minnstu þinnar miskunnar
og mín af þerra tár.
Ef aðeins þú, er sérhvað sér,
æ sanna finnur ást hjá mér,
og þekkir mig í þinni hjörð,


Höfundur lags: H. Matthison - Hansen
Höfundur texta: Valdimar Briem

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila