231 - Hann sat við veginn

Hann sat við veginn særður, snauður, þjáður
og sá ei dag né vorsins björtu rós,
var tötrum vafinn, hrakinn, kaldur, hrjáður,
er Herrann kom og sagði: Verði Ijós.

Er Jesús nálgast, vald hins illa víkur,
Þá verður bjart og myrkur dauðans flýr.
Hann tár af augum styrkri hendi strýkur,
og styrkir veikan, þjáðum lækning býr.


Í gröfum dauðra hafði hann fundið hreysi,
var hrakinn burt frá návist sérhvers manns,
var kaunum hlaðinn, kröm og auðnuleysi,
en Kristur Jesús leysti fjötur hans.

Þar heyrðist: „óhreinn, óhreinn“, ópið sára,
Því allt hans líf var margþætt sjúkdómsböl,
og tæmt hann hafði bikar beiskra tára.
Hann bað til Krists um lausn frá neyð og kvöl.

Og enn í dag oss Kristur kraftinn veitir,
hans kærleiksorð er lausn frá allri synd.
Hann spilltu eðli manns og breyskleik breytir
Í barnið Guðs - hans eigin dýrðar mynd.


Höfundur lags: H. Rodeheaver
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila