223 - Sælir þeir, er sárt til finna

Sælir þeir, er sárt til finna
sinnar andans nektar hér,
þeir fá bætur þrauta sinna,
þeirra himnaríkið er.

Sælir þeir, er sýta‘ og gráta.
Sorgin beisk þó leggist á,
Guð mun hugga, Guð mun láta
gróa sár og þorna tár.

Sælir þeir, sem hógvært hjarta
hafa‘ í líking frelsarans.
Þeir, sem helst með hógværð skarta,
hlutdeild fá í arfleið hans.

Sælir allir hjartahreinir,
hjarta þess, sem slíkur er,
sælu öllu æðri reynir,
auglit Drottins blítt það sér.

Sælir allir sáttfýsandi,
síðar friðarljós þeim skín,
frið‘arins Guð á friðalandi
faðmar þá sem börnin sín.

Sælir þeir, er sæta þungum
svívirðingum mönnum hjá,
aftur þeir af engla tungum
öðlast vegsemd himnum á.


Höfundur lags: J. F. Reichardt
Höfundur texta: Valdimar Briem

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila