221 - Krossferill liggur mót sól

Heyr þú, sem mæddur og særður synd
sér ekki hlíf eða skjól,
fyrir þig Kristur á krossi dó.
Krossferill liggur mót sól.
Byrðinni kastaðu krossinn við,
kraminn og þreyttur þú öðlast frið,
kom í dag, vinur, þótt kalt sé ról,
krossferill liggur mót sól.

Þetta er blessun og svölun sæt,
syndugum náðin er skjól,
kann mér þá hlotnast slíkt,
knýttum synd?
Krossferill liggur mót sól.
Þung mun mér leiðin á ljóssins svið,
lestina margskonar bundinn við.
Kom í dag, vinur, þótt kalt sé ról,
krossferill liggur mót sól

Orðið ég heyri, en efa slær
yfir mitt hugsanaból.
Kemst ég þá hiklaust til Krists í dag?
Krossferill liggur mót sól.
Hygg ég sé framundan hörmung sár,
húmið svo geigvænt og dauðans fár.
Kom í dag, vinur, þótt kalt sé ról,
krossferill liggur mót sól.

Get ég þá strax hlotið frið og fró,
fengið af náðinni skjól?
Kvíði mig grípur. Ó, kann það ske?
Krossferill liggur mót sól.
Þetta er bjargráð og blessun há,
brotlegur sem ég mun aldrei fá.
Kom í dag, vinur, þótt kalt sé ról,
krossferill liggur mót sól.

Breyskum, sem hrasar á brautum lífs,
býður Guð miskunnarskjól.
Kom því, en ekki með kvíðans ok.
Krossferill liggur mót sól.
Hættu nú, vinur, við kveinin klökk,
kærleikann tigna með hjartans þökk.
Kom þú án tafar, þótt kalt sé ról,
krossferill liggur mót sól.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila