218 - Hjartkæri Jesús

Hjartkæri Jesú, af hjarta ég þrái
hjálpræðið blessað, að innlífast þér,
drag mig til þín, að ég fundið þig fái,
fjarlæg það allt, er þig skilur frá mér,
eymd mína ljóst fyrir sjónir mér settu,
sýndu mér spillingar djúpið mér í,
holdsviljann deyð og til hjálpar mér réttu
hönd, svo að verði ég skepna þín ný.

Styrk mig í anda, lát ástgjafir þínar,
ástvinur besti, mér snauðum í té,
helga þér athöfn og hugsanir mínar,
halt mér og styð mig, þótt breyskur ég sé.
Fari sem vill hér um mig og hvað mitt er,
mér í hjartanu' að eiga þig nóg,
eigi ég, Drottinn minn, þig og hvað þitt er,
þá lifi‘ eg glaður og andast í ró.

Ó, að ég fengi til fórnar sem bæri
fært þér mitt hjarta í kærleik og trú,
ó, að minn Jesús mér allt sífellt væri,
æ, ég er honum svo fjarlægur nú.
Jesús, er himin þinn vildir mér veita,
veit mér í heimi þitt fullting og náð,
að ég sem helguðum hæfir að breyta
hegði mér jafnan og vandi mitt ráð.


Höfundur lags: Frá 18. öld
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila