216 - Ein er sú lifandi lindin

Ein er sú lifandi lindin,
sem lýð Guðs er opin nú,
að þar megi þvost af syndin,
að þeim megi vaxa trú.
Frá Golgata fljótið flýtur
og ferðast við Jesú blóð,
um eilífð það aldrei þrýtur,
þess afl er kærleikans glóð.

Og hvar um sem lindin líður,
þar lífið fær annan brag,
þar andar Guðs blærinn blíður,
þar breytist nóttin í dag,
um auðnu og svörtustu sanda,
rís sólfögur paradís,
með forsmekkinn ljóssins landa,
þess lífs, sem að hjartað kýs.

Og laugist í lindinni hreinu
hin lamaða mannsins sál,
þá skiptir um allt í einu,
að eyrum berst friðarmál.
Þar syndanna hreinsast sárin,
hinn sjúki þar lækning fær,
og eldheitu angurs tárin,
af augunum lindin þvær.

Þú, friðvana, hrædda hjarta,
sem hraðfara berst með straum.
Ó, líttu á lindina bjarta
og losa þig heims úr glaum.
Það kærleiksdjúpið að kanna
ó, kom þú, maður já fljótt
og þá muntu sjálfur sanna,
að sálunni verður rótt.


Höfundur lags: S. Dedekam
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila