211 - Hjartans frið þráir þú

Hjartans frið þráir þú,
biður brennheitt um trú,
Því að biðja oss Guð hefur sagt.
En ef hlýturðu' ei það,
gáðu hvað muni að, sjá
hvað hefurðu' á altarið lagt.

Muntu allt sem er þitt
geta' á altarið lagt?
Fær andi Guðs vilja þinn leitt?
Þú mátt einungis frið
semja sál þína við,
ef þú synjar ei Drottni um neitt.


Tak í tíma þitt ráð,
þér mun nægja hans náð,
sem á nóg til að veita þér allt.
Ef þig langar að sjá
aukast efni þín smá
strax á altarið
leggja þau skalt.

Ef þú óskar að fá
hlotið hamingju þá,
sem ei hverfur þó annað sé valt,
þá með lífi og sál
öll þín áhugamál
nú á altarið leggja þau skalt.


Höfundur lags: E. A. Hoffman
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila