208 - Jesús þig kallar blítt

Jesús þig kallar blítt: Kom þú nú heim.
Kallar í dag, kallar í dag.
Hversvegna villast frá kærleikans sól?
Kom, þar er friður og skjól.

Kallar í dag, kallar í dag,
kallar í dag, í dag, allar í dag, í dag.
Jesús hann kallar, hann kallar í dag,
hann kallar þig blíðlega í dag.


Jesús hann kallar: Hér hvíld er að fá.
Kallar í dag, kallar í dag.
Legg af þér byrðar, þú blessun munt frá.
Burt engan rekur sér frá.

Jesús þín bíður. Ó, bregð þú við skjótt.
Bíður í dag, bíður í dag.
Krjúp við hans fætur, hann fjarlægir synd.
Flýt þér að máttarins lind.

Heyrirðu vinur, hver hrópar á þig?
Hlusta í dag, hlusta í dag.
Hann er þinn friðargjafi,far til hans nú,
Fær honum líf þitt og trú.


Höfundur lags: G. C. Stebbins
Höfundur texta: Björk

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila