206 - Jesús, þitt kall

Jesús, þitt kall svo kærleiksblítt
kom, er ég var í neyð.
Allt er hið gamla orðið nýtt,
á mig skín sólin heið.

Jesús, þú gafst mér skrúð og skart,
skýlir mér vel þín hönd.
Horfið er myrkrið sorgarsvart,
syngur þér lof mín önd.

Jesús, hve oft, hve oft frá þér
óstyrkur flýði ég.
Gálaus í tímans glaumi hér
gekk ég minn eigin veg.

Jesús, þótt ég sé veikur víst,
viltu samt prófa mig?
Hjarta þitt vil ég særa síst.
Son Guðs, ég elska þig.


Höfundur lags: J. B. Dykes
Höfundur texta: Sigurbjörn Sveinsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila