205 - Gef þú án tafar með gleði

Gef þú án tafar með gleði
Guði þinn æskunnar þrótt,
gakk þú með eldmóði áfram,
áður en dimmir af nótt.
Lausnarans dýrlega dæmi
dag hvern þú íhuga skalt.
Friðarins himneska fursta
fylg þú og gef honum allt.

Lausnarans dýrlega dæmi,
dag hvern íhuga skalt.
Friðarins himneska fursta
fylg þú og gef honum allt.


Gef þú án tafar með gleði
Guði þinn vilja og dug.
Sveifla þú sannleikans bjarta
sverði með ótrauðum hug.
Guð, sem til gæfu og frelsis
gaf þér sinn elskaða son
hann vill í honum þér veita
huggun og sælu og von.

Gef þú án tafar með gleði,
Guði, sem einn er þín hlíf,
bæði hið mesta og besta,
bæði þitt hjarta og líf.
Jesús úr hásölum himna
hingað kom sjálfur á jörð.
Þín vegna þoldi hann dauða
þjáning og rauna kjör hörð.


Höfundur lags: C. Barnard
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila