202 - Gjör dyrnar breiðar

Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt
þú, Herrans kristni,fagna mátt,
því kóngur dýrðar kemur hér
og kýs að eiga dvöl hjá þér.

Hann býður líknar blessað ár,
hann býður dýpst að græða sár,
hann býður þyngstu´að borga sekt,
hann býður aumra´að skýla nekt.

Sjá, mildi´ er lögmál lausnarans,
sjá, líkn er veldissproti hans
því kom þú, lýður kristinn, nú
og kóngi dýrðar fagna þú.

Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt,
þig, hjarta, prýð sem best þú mátt,
og trúarlampan tendra þinn,
og til þín bjóð þú Jesú inn.

Ég opna hlið míns hjarta þér,
ó, herra Jesús, bú hjá mér,
að fái hjálparhönd þín sterk
þar heilagt unnið náöarverk.

Ó, kom minn Jesús, kom sem fyrst,
ó, kom og mér í brjósti gist,
ó, kom þú, segir sála mín,
ó, seg við mig: Ég kem til þín.


Höfundur lags: C. E. F. Weyse
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila