187 - Kom með líf

Kom með líf frá himinhæðum,
helgi andi, til vor nú.
Náðar þinnar gæð oss gæðum,
gleði, kærleik, von og trú.
Lífsins orð oss láttu skilja,
lát þau birta kraftinn sinn,
efla þróttinn vorum vilja,
vekja helga eldinn þínn.

Láttu, Jesús, ljós þitt skína,
læknisdóm oss veit og frið.
Minntu enn á elsku þína
oss þitt breyska vinalið.
Léttu synd af hrelldum hjörtum,
Herra, friðarorð þín mæl,
gleð þau líknargeislum björtum,
gjör þau auðmjúk, hrein og sæl.

Heyr þú kvak vort, gjafarinn gæða,
guðleg þrenning, vek oss nú.
Lyftu sál til himinhæða,
hjörtum vorum auk þú trú.
Kom, og laða aldna, unga
elsku þinnar brunni að,
hér að syngi hver ein tunga:
Herrann er á þessum stað.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Björn Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila