168 - Víst ertu, Jesús, kóngur klár

Víst ertu, Jesús, kóngur klár,
kóngur dýrðar um eilíf ár,
kóngur englanna, kóngur vor,
kóngur almættis tignarstór.

Ó, Jesús, það er játning mín,
ég mun um síðir njóta þín,
þegar þú, dýrðar Drottinn minn,
dómstól í skýjum setur þinn.

Frelsaður kem ég þá fyrir þinn dóm,
fagnaðarsælan heyri' eg róm.
Í þínu nafni útvaldir
útvalinn kalla mig hjá sér.

Kóng minn, Jesús, ég kalla þig,
kalla þú þræl þinn aftur mig.
Herratign enga' að heimsins sið
held ég þar mega jafnast við.

Jesús, þín kristni kýs þig nú,
kóngur hennar einn heitir þú.
Stjórn þín henni svo haldi við,
himneskum nái dýrðar frið.


Höfundur lags: Íslenskt sálmalag, Páll Ísólfsson
Höfundur texta: Hallgrímur Pétursson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila