161 - Vakna, Síons verðir kalla

Vakna, Síons verðir kalla,
ó, vakna, hljómar röddin snjalla,
þú Jerúsalem, borg Guðs, brátt.
Hyggin vert og hugsa eigi,
að hér til hvíldar bjóða megi,
þótt yfir standi aldimm nátt.
Sjá, Herrann kemur kær,
kom, brúður, honum nær.
Blys lát brenna og gleðst í lund,
á Guðs þíns fund
hann leiðir þig við ljúfa mund.

Síon hljóminn helga nemur,
sig hún í skyndi býr og kemur
og ástvin breiðir arma mót.
Sjá, hann birtist, son Guðs fríður,
í sannleiksvaldi, náðarblíður,
sú morgun stjarna´og meinabót.
Þú, Herra´, ens hæsta son,
vor huggun, gleði´ og von.
Hósíanna! Með fögnuð vér
nú fylgjum þér
í himnadýrð, sem eilíf er.

Eilíft lof með einum rómi
þér inna skal, Guðs dýrðarljómi,
með englum sælum uppi þar,
þar sem lífins geislar glitra
frá guðdómsstóli hins alvitra,
sem með sér ann oss eilífðar.
Hvað auga aldrei sá
og eyra mátti' ei ná,
vér nú sjáum. Ó, Herra, þér,
sem hjörtun sér,
um eilífð syngjum vegsemd vér.


Höfundur lags: P. Nicolai
Höfundur texta: Stefán Thorarensen

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila