153 - Sem elding björt

Sem elding björt frá austri skín
og allt til vesturstranda,
svo verður, Kristur, koma þín með
krafti allsvaldanda.
Þá drúpir dauðleg þjóð,
þá dynja lúðurhljóð,
þá háreist falla fjöll,
þá farast ríkin öll,
þitt eitt mun eftir standa.

Fyrr komst þú ei sem elding hörð,
en eins og ljósið blíða,
er yfir dimma' og auma jörð
skein undurstjarnan fríða.
Hún upp í austri rann,
sem eldur skært hún brann,
vestur ljúft hún leið sem ljós
um næturskeið og birtu bar svo víða.

Ó, nær mun linna harmahríð
og hvenær birta tekur?
Nær kemur afturelding fríð,
er oss af svefni vekur?
Þá vonska' og viðurstyggð
með vélar, fals og lygð
á helgum stendur stað,
þá stundin líður að,
er heljar myrkrin hrekur.

Þótt verði' eg kaldu'r og kominn í mold,
er kætist manna hagur,
ég veit, að aftur upprís hold,
og aftur kemur dagur.
Þá heyri' eg lúðurhljóm
með hvellum gjalla róm.
Ég lít í austurátt,
sem elding kemur brátt
minn frelsisröðull fagur.


Höfundur lags: M. Luther
Höfundur texta: Valdimar Briem

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila