152 - Kristur í mannheimi

Kristur í mannheimi birtist brátt.
Hvað, ef hann kæmi' í dag?
Ríkjandi' í kærleik sem kóngur hátt.
Hvað, ef hann kæmi' í dag.
Brúði sína þá heimtir hann,
helgaðan sérhvern og leystan mann,
hvern sem í Drottni frelsið fann.
Hvað, ef hann kæmi' í dag?

Vegsemd, vegsemd, fögnuð það færir mér,
vegsemd, vegsemd, kóng hann þá krýnum vér.
Vegsemd, vegsemd, braut honum búum enn.
Vegsemd, vegsemd, Kristur mun koma senn.


Þá mun vald Satans til lykta leitt.
Ó, að það yrði' í dag.
Sorg mun ei þekkjast né andvarp eitt.
Ó, að það yrði' í dag.
Upp rísa dánir í Drottni þá.
Drottni í hæðum þeir mæta fá,
dýrð hans með eigin augum sjá.
Ó, að það yrði' í dag.

Myndi' ann oss trúfasta finna hér.
Drottinn ef kæmi' í dag?
Bíðandi einhuga eftir sér,
Drottinn ef kæmi' í dag?
Roðar af degi í austurátt,
Uppfyllast tákn um hans komu þrátt.
Vakið, því Drottinn birtist brátt.
Hvað ef hann kæmi' í dag?


Höfundur lags: C. H. Morris
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila